Nú er frost á fróni

Þegar þetta er skrifað eru -16 gráður C hér.  Friðrik var hér í dag að snyrta tré.  Fyrstu tréin í Langholti eru síðan 1944, en það ár kom Hákon Bjarnason með fræ til afa, sem hann hafði safnað í Kanada, og kannski líka í Alaska.  Myndin sem fylgir var hins vegar tekin í gær í Þverárhíðinni og þar má sjá Sigmundastaði, en þaðan fluttu amma mín og afi yfir til Glitstaða vorið 1928.