Breytingar á landbúnaðarkafla aðalskipulags Borgarbyggðar

Þrátt fyrir allar góðar ábendingar ákvað Borgarbyggð að breyta stefnu um landbúnaðarland í aðalskipulagi.  Að mínu mati er þetta til marks um mikið skilningsleysi á eðli og tilgangi landbúnaðar.  Feril málsins má sjá í skipulagsgátt,https://skipulagsgatt.is/issues/2023/386
Myndin sýnir hins vegar þreskingu á höfrum í Stafholtsey 5. október s.l.  Við þreskjum þarna yrkið Niclas sem unir sér vel í sandinum.